Kynningarfundur - Heilsulausnir léttara líf 25. október

Vilt þú ná árangri sem endist? Komdu og taktu fyrsta skrefið í átt að betri heilsu.

Á kynningarfundinum verður sagt frá námskeiðinu sem hefst 31. október.

Á námskeiðinu verður unnið með hreyfingu, næringu, skipulag daglegs lífs og hugarfar í nýrri útgáfu af þessu vinsæla námskeiði sem fjöldi manns hefur tekið þátt í með góðum árangri.
Að námskeiðinu standa íþróttafræðingar, hjúkrunarfræðingar, læknir, ástríðukokkur, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og sálfræðingar

Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 25. október og hefst kl 17.30 í húsakynnum Heilsuborgar í Faxafeni 14, 2. hæð

Stoðkerfislausnir - ný námskeið hefjast 7. og 8. nóvember

Sálfræðiþjónusta í Heilsuborg

Stundaskrá, opnir tímar og laugardagsfjör

Forsíða